Skammist ykkar Elko

Sonur minn 10 ára er búinn að vera að safna sér fyrir síma í nokkra mánuði og núna í síðustu viku keyptum við síma og fengum númer fyrir drenginn og ég keypti handa honum 1000 kr inneign.
Daginn eftir fær hann sitt fyrsta sms og var mjög spenntur yfir því og las fyrir mig hvert sms-ið var. Jú taktu þátt í Elko sms leik. Hann var mjög spenntur og sá fyrir sér að þarna væri hann dottinn í lukkupottinn. En sem betur fer var hann heimavið þegar þetta gerðist og ég gat skýrt út fyrir honum hverslags falsboð þetta væri. En þvílík frekja að vera að senda þetta blint út á börnin manns óumbeðið, þetta getur ekki verið löglegt !
mbl.is Fjárhættuspil fyrir börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 identicon

Ertu alveg viss um að hann hafi ekki tekið þátt í svona leik að fyrra bragði?

Það sem að stendur á öllum auglýsingum fyrir þessa leiki er "Með því að taka þátt í leiknum ertu kominn í SMS klúbb", eða eitthvað slíkt. Þar með er maður samþykkur fyrir því að fá SMS frá þessum SMS klúbb með svona auglýsingum. Ef ég hef ekki rangt fyrir mér.

Hinsvegar getur einnig verið að Elko (eða sá aðili sem sá um leikinn) hafi frétt það þá frá símafyrirtækinu að þarna væri nýtt símanúmer virkt og auglýst sig. Ég veit ekki hvernig þetta virkar.

Birkir (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 15:15

2 Smámynd: corvus corax

ELKO er glæpafyrirtæki og ekkert annað!

corvus corax, 10.3.2010 kl. 15:39

3 Smámynd: Gunnlaugur H Gunnlaugsson

THetta plott er althekkt um allan heim og aetti ad banna. Mundi halda ad vinningarnir vaeru frá Elko en Tal hirdir peningana. Hér sudur á Spáni reyndi frúin ad svara spurningu sem borin var upp í sjónvarpinu og viti menn thá var hún komin í sms-klubb!!!! Eftir thad fékk hún 3-5 skilabod á dag (gillibod alskonar) og inneignin var fljót ad fara???HÚN borgadi fyrir öll SMS-in sem henni bárust og thetta er dótturfélag RÍKISsímans hér.

Út frá thessu er gott ad rifja upp hvernig var fyrir einkavaedingu?? fólk borgadi 2  hvern mánud, nú hvern mán. og ekki laekudu reikningarnir vid thad, ad mér fannst thegar ég var en á heimaslódum??????

Gunnlaugur H Gunnlaugsson, 10.3.2010 kl. 16:19

4 identicon

Er algjörlega á móti þessum pirrandi sms-um, en það stendur skýrt og greinlega hvað þetta kostar og hverjir eru möguleikarnir þínir eru. Það er ekkert verið að reyna að plata neinn.

Fannst þetta bara fáranlegt  hjá Tal, þeir ættu frekar að skammast sín. Á nú samt ekki von á að þeir gangi langt til að innheimta þennan reikning.

Tryggvi (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 16:45

5 Smámynd: icee

mér fynst TAL eiga meiri part í þessu en Elko fáránlegt að geta faraið yfir á frelsi þetta er víst hægt hjá Vodafone og Tal...

icee, 10.3.2010 kl. 17:50

6 Smámynd: Sigtryggur Sigtryggsson

Birkir spyr hvort ég sé viss um að barnið hafi ekki tekið þátt í þessu af fyrra bragði. Já ég athugaði símann hjá honum og spurði hann út í þetta, hann er búinn að senda eitt sms síðan hann fékk gsm númer. Elko skilaboðin fékk hann daginn eftir að hann fékk símanúmerið. Og vitið þið hvað var verið að auglýsa sem verðlaun í þessum leik ! Battlefield - Bad Company tölvuleikinn sem er bannaður undir 17 ára aldri víðast hvar. Drengurinn er rétt að verða 10 ára, takk fyrir.

Sigtryggur Sigtryggsson, 10.3.2010 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigtryggur Sigtryggsson

Höfundur

Sigtryggur Sigtryggsson
Sigtryggur Sigtryggsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband